
Jafnréttisdagar
by Jafnréttisdagar
Jafnréttisdagar er árlegur viðburður með fyrirlestrum, umræðum og alls konar viðburðum á vegum háskólanna á Íslandi. Á Jafnréttisdögum eru mismunandi víddir jafnréttis og femínisma settar undir smásjána, svo sem mannréttindi, inngilding, forréttindi, vald og mismunun. Equality Days is an annual event featuring lectures, discussions, and various activities organized by the universities in Iceland. During Equality Days, different aspects of equality and feminism are examined closely, including human rights, inclusion, privilege, power, and discrimination.
Language
🇮🇸
Publishing Since
4/16/2024
Email Addresses
0 available
Phone Numbers
0 available
Recent Episodes

February 13, 2025
Inngilding & fjölmenning
<p>Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+, útskýrir hugtakið inngilding og segir frá því hvað inngilding og fjölbreytileiki þýðir fyrir hana persónulega. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, setur umræðuefnið í samhengi og segir frá stöðu fólks með erlendan bakgrunn. Joanna Marcinkowska, verkefnastjóri inngildingar, leiðir samtalið og segir frá verkefninu "Inngildingu í íslensku háskólasamfélagi", sem hún stýrir.</p><p>Þátturinn er á íslensku og er á vegum Háskólans á Íslandi. Hann er hluti af Jafnréttisdögum háskólanna 2025.</p>

February 12, 2025
Meðvitund um eigin fordóma & viljinn til að læra
<p>Einar Svansson og Sigrún Lilja Einarsdóttir, kennarar í fjölbreytileika í stjórnun á háskólastigi hjá Háskólanum á Bifröst, fjalla um eigin reynslu af því að verða meðvituð um eigin forréttindablindu og ómeðvituðu fordóma og hvernig hægt sé að miðla þeirri reynslu til nemenda.</p><p><br></p><p>Viðburðurinn er hluti af Jafnréttisdögum 2025.</p>

May 6, 2024
Jaðarsetning fólks af erlendum uppruna
<p>Málstofa á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.</p> <p>Fram komu Eva María Ingvadóttir (hún), aðjúnkt við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ, Fayrouz Nouh (hún), doktorsnemi við Háskóla Íslands. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad (hún), sérfræðingur hjá Rannís, Anna Lilja Björnsdóttir (hún), sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.</p> <p>Á þessum viðburði var ljósinu beint að jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og þá sérstaklega jaðarsetningu kvenna af erlendum uppruna. Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynnti vitundarvakningu þeirra Meinlaust sem var unnin í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Í vitundarvakningunni koma fram birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og er markmiðið að fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingum slíkrar áreitni. Því næst kynnti Eva María Ingvadóttir niðurstöður rannsóknar á mismunun og hatursorðræðu í garð fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Fayrouz Nouh kynnti doktorsverkefni sitt þar sem hún er að skoða stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði og að lokum fjallaði Miriam Petra Ómarsdóttir Awad um kynþátta og menningarfordóma. Að erindunum loknum fóru fram panelumræður með öllum fyrirlesurum. Anna Lilja Björnsdóttir stýrði þeim umræðum. </p>
Legal Disclaimer
Pod Engine is not affiliated with, endorsed by, or officially connected with any of the podcasts displayed on this platform. We operate independently as a podcast discovery and analytics service.
All podcast artwork, thumbnails, and content displayed on this page are the property of their respective owners and are protected by applicable copyright laws. This includes, but is not limited to, podcast cover art, episode artwork, show descriptions, episode titles, transcripts, audio snippets, and any other content originating from the podcast creators or their licensors.
We display this content under fair use principles and/or implied license for the purpose of podcast discovery, information, and commentary. We make no claim of ownership over any podcast content, artwork, or related materials shown on this platform. All trademarks, service marks, and trade names are the property of their respective owners.
While we strive to ensure all content usage is properly authorized, if you are a rights holder and believe your content is being used inappropriately or without proper authorization, please contact us immediately at hey@podengine.ai for prompt review and appropriate action, which may include content removal or proper attribution.
By accessing and using this platform, you acknowledge and agree to respect all applicable copyright laws and intellectual property rights of content owners. Any unauthorized reproduction, distribution, or commercial use of the content displayed on this platform is strictly prohibited.