by Ritstjórn Morgunblaðsins
Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.
Language
🇮🇸
Publishing Since
11/29/2023
Email Addresses
1 available
Phone Numbers
0 available
April 11, 2025
<p>Sífellt kemur betur í ljós að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur stefnir á stórfelldar skattahækkanir á fólk og fyrirtæki. Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í Kópavogi líst ekki á stöðuna. Hún er gestur Spursmála þennan föstudaginn ásamt Ernu Björgu Sverrisdóttur, aðalhagfræðingi Arion banka.</p><p>Ásdís segir að það séu ekki aðeins stórhækkuð veiðigjöld og „matseðill“ af skattahækkunum á ferðaþjónustuna sem stefni í. Þannig bendir hún á að stjórnvöld stefni að því að þvinga sveitarfélög til þess að fullnýta útsvarsprósentu þá sem leggja má á íbúana. Sveitarfélögum sem það geri ekki verði einfaldlega refsað.</p><p>Erna Björg nefnir að huga verði að því hvernig staðið er að breytingum á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar þegar mikil óvissa ríkir á flestum sviðum, ekki síst vegna þess tollastríðs sem Donald Trump og stjórn hans í Washington hefur efnt til gagnvart flestum ríkjum heims.</p><p>Í síðari hluta þáttarins er rætt við forsvarsmenn fyrirtækisins Intuens Segulómunar sem býður upp á myndgreiningarþjónustu á heilbrigðissviði. Fyrirtækið hefur lent í kröppum dansi í tengslum við samskipti við Sjúkratryggingar Íslands og Landlækni.</p><p>Sagan sú er í meira lagi lygileg og þess virði að fræðast um það hvernig kerfið getur unnið gegn nýsköpun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja sem efna vilja til samkeppni við fyrirtæki sem eru á fleti fyrir.</p><p>Í upphafi þáttarins er einnig kynntur til leiks Bókaklúbbur Spursmála þar sem samfélagsmálin verða krufin á síðum áhugaverðra bóka. Klúbburinn tekur til starfa í samstarfi við öfluga bakhjarla. Lækningavörufyrirtækið Kerecis, sjávarútvegsfyrirtækið Brim, Samsung og Pennann/Eymundsson</p><p></p>
April 4, 2025
<p>Þjóðir heims hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Trumps að leggja verndartolla á þjóðir heims. Sveitarfélögin er í sama gír gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.</p><p>Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála þennan föstudaginn. Í fréttum vikunnar er sannarlega vikið að ákvörðun forsetans í Washington og til samtals um það mæta fyrrum ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Willum Þór Þórsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir.</p><p>Þau ræða einnig gosið á Sundhnúkagígaröðinni sem varði stutta stund og gerði minni óskunda en í fyrstu virtist stefna.</p><p>Þegar yfirferð á fréttum vikunnar sleppir mæta þeir beint frá Ísafirði og Fjarðabyggð þeir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðar og Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.</p><p>Sveitarstjórnarmenn í fjölmörgum sveitarfélögum hringinn í kringum landið hafa brugðist ókvæða við þeim fyrirætlunum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að tvöfalda veiðigjöld á útgerðir landsins. Ljóst er að sú gríðarlega skattlagning mun hafa áhrif á miklu fleiri en fámennan hóp útgerðarmanna.</p><p>Að loknu því spjalli sest Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands niður með Stefáni Einari og ræðir þann möguleika sem nú er uppi um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins setji á laggirnar rannsóknarnefnd til þess að fara ofan í saumana á aðkomu Ríkisútvarpsins að hinu svokallaða byrlunarmáli.Flóki kemur fyrir hönd félagsins í viðtalið þar sem formaður þess, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, treystir sér ekki á vettvang til þess að ræða fyrri yfirlýsingar sínar um málið.</p><p></p>
March 28, 2025
<p>Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra halda fram ósannindum í framsetningu sinni á framlögðum tillögum um hækkun veiðigjalda.<strong>Milljarðar á milljarða ofan</strong></p><p>Segir hún með ólíkindum að ráðherrarnir haldi því fram að útgerðin muni halda eftir óskertum hlut af hagnaði sínum eftir breytingarnar. Við blasi að það geti ekki verið þegar gjöld eru hækkuð um milljarða á milljarða ofan.</p><p>Í viðtalinu fer Heiðrún Lind einnig yfir það hvaða áhrif þessar áætlanir ríkisstjórnarinnar geta haft á fiskvinnslu vítt og breitt um landið. Segir hún að verið sé að færa kerfið í átt að því sem gert hefur verið í Noregi. Þar er fiskvinnslan ríkisstyrkt, hún víða rekin með tapi og gjaldþrot eru algeng. Þá er stór hluti aflans sem að landi berst sendur rakleitt til ríkja á borð við Pólland og Kína þar sem hann er fullunninn.</p><p>Ásamt Heiðrúnu var fjölda stjórnarþingmanna og ráðherra boðið til þátttöku í umræðunni um væntanlegar breytingar á auðlindagjöldum í sjávarútvegi. Enginn þeirra átti hins vegar tök á því að mæta til leiks.</p><p>Auk Heiðrúnar Lindar mæta í þáttinn þau <strong>Patrik Atlason</strong> tónlistarmaður og <strong>Tinna Gunnlaugsdóttir</strong>, leikari, leikstjóri og fyrrum þjóðleikhússtjóri. Þau ræða fréttir vikunnar, Eddu-verðlaunin þar sem Tinna hlaut heiðursverðlaun ásamt eiginmanni sínum, Agli Ólafssyni. Þá gaf Patrik út nýtt lag í morgun sem ber hina virðulegu yfirskrift, Sykurpabbi.</p><p>Í lok þáttarins mætir á svæðið <strong>Jón Gunnar Jónsson</strong>, fyrrum forstjóri Bankasýslu ríkisins. Í liðinni viku voru þrjú ár frá því að íslenska ríkið losaði um ríflega 50 milljarða hlut í Íslandsbanka í útboði sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Svo stóran raunar að Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra.</p><p>Jón Gunnar vill meina að þarna hafi farið fram farsælasta útboð Íslandssögunnar. En í þættinum er sagan að baki því rakin, einnig rætt um núverandi fyrirætlanir stjórnvalda um að ljúka sölu á eftirstæðum hlut sínum í Íslandsbanka. Þá er Jón Gunnar einnig spurður út í atburðarásina sem leiddi til þess að Landsbankinn keypti tryggingafélagið TM í heilu lagi, í trássi við vilja langstærsta eiganda bankans, ríkissjóðs Íslands.</p><p></p>
Þjóðmál
Sölvi Tryggvason
Tal
Hugi Halldórsson
RÚV
Hjörvar Hafliðason
Steve Dagskrá
Helgi Jean Claessen
Tal
Snorri Másson
FM957
Útvarp 101
Þarf alltaf að vera grín?
Thorarinn Hjartarson
Pod Engine is not affiliated with, endorsed by, or officially connected with any of the podcasts displayed on this platform. We operate independently as a podcast discovery and analytics service.
All podcast artwork, thumbnails, and content displayed on this page are the property of their respective owners and are protected by applicable copyright laws. This includes, but is not limited to, podcast cover art, episode artwork, show descriptions, episode titles, transcripts, audio snippets, and any other content originating from the podcast creators or their licensors.
We display this content under fair use principles and/or implied license for the purpose of podcast discovery, information, and commentary. We make no claim of ownership over any podcast content, artwork, or related materials shown on this platform. All trademarks, service marks, and trade names are the property of their respective owners.
While we strive to ensure all content usage is properly authorized, if you are a rights holder and believe your content is being used inappropriately or without proper authorization, please contact us immediately at [email protected] for prompt review and appropriate action, which may include content removal or proper attribution.
By accessing and using this platform, you acknowledge and agree to respect all applicable copyright laws and intellectual property rights of content owners. Any unauthorized reproduction, distribution, or commercial use of the content displayed on this platform is strictly prohibited.