by RÚV
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Þóru Tómasdóttur.
Language
🇮🇸
Publishing Since
5/16/2022
Email Addresses
1 available
Phone Numbers
0 available
June 28, 2024
Brotamenn á Íslandi virðast hafa greiðan aðgang að sérfræðingum sem aðstoða þá við peningaþvætti. Þetta kemur fram í síðasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis. Og þetta þekkir Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara. Hann vinnur við það alla daga að rekja upp svikamyllur eins og fjallað er um í dönsku heimildarþáttunum Svarti svanurinn. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.
June 27, 2024
Félagið Náttúrugrið er með til skoðunar að senda erindi vegna framkvæmda til stækkunar íshella á Breiðamerkurjökli í Vatnajökulsþjóðgarði, sem greint var frá í þættinum í gær og hefur falið lögfræðingi að skoða málið. Til álita er bæði að kanna meint brot á náttúruverndarlögum og lögum um þjóðgarðinn. Þá lætur félagið einnig skoða hvort óhóflegar framkvæmdir við íshella gætu krafist þess að sótt sé um framkvæmdaleyfi, en slíkt myndi heyra undir skipulagsyfirvöld og þar með sveitarstjórn á svæðinu. Í þættinum Þetta helst í gær var greint frá því að styr stæði um framkvæmdir sumra ferðaþjónustufyrirtækja innan Vatnajökulsþjóðgarðs við íshella í Breiðamerkurjökli sem eru gerðar í því skyni að auka aðgengi að þeim. Í vetur hafa 195 þúsund manns heimsótt íshelli á jöklinum, og tímabilið sem farið er í íshellana hefur verið að lengjast. Eftirspurnin er mikil og í gær var rætt við Írisi Ragnarsdóttur Pedersen jöklaleiðsögumann sem gagnrýndi það sem hún kallar manngerða hella innan þjóðgarðs. Verið sé að ganga um of á náttúrúna í nafni fjöldaferðamennsku og hagnaðar. Þá var talað við Steinunni Hödd Harðardóttur þjóðgarðsvörð í Vatnajökulsþjóðgarði, sem sagði að ábendingar hefðu borist um framkvæmdir og notkun véla sem ekki væru leyfi fyrir, en að ekki hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða. Eftir því sem við komumst næst eru notuð logsuðutæki, keðjusagir, brothamrar og önnur verkfæri sem sum eru drifin áfram af dísilrafstöðvum sem látnar eru ganga innan þjóðgarðsins, jafnvel á sama tíma og fólk er þar að njóta náttúrunnar. Haukur Ingi Einarsson jöklaleiðsögumaður sem skipuleggur ferðir á Breiðamerkurjökul segist vilja horfa á málin í stærra samhengi. Hann er til viðtals í þættinum. Einnig er rætt við Stephan Mantler jöklaleiðsögumann. Í þættinum í gær var vikið að því að á Breiðamerkurjökli er ákveðin skipting í austur og vestur. Á vestursvæðinu starfa aðallega þrjú fyrirtæki, þau stærstu. Á austursvæðinu eru mörg af smærri fyrirtækjunum, en alls eru 29 fyrirtæki með leyfi til jöklaferða innan þjóðgarðsins. Stærri fyrirtækin hafa varið fjármunum og mannskap í að auka aðgengi og það eru þær framkvæmdir, sem Haukur Ingi kallar ofsafengna aðgengisvinnu, sem í raun skapa þessa skiptingu. Eyrún Magnúsdóttir hefur umsjón með þættinum.
June 26, 2024
Íshellaferðir á Breiðamerkurjökli, og raunar víðar, njóta mikilla vinsælda. Myndbönd innan úr fagurbláum íshellum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum og eftirspurn eftir ferðunum er mikil. Samkvæmt talningu Vatnajökulsþjóðgarðs hafa 195 þúsund manns farið í íshellaferð í vetur. Ekki er hægt að fara í íshella árið um kring, og ekki er alltaf hægt að segja til um hvenær þeir eru tilbúnir og hvenær þarf að loka þeim. Reyndir jöklaleiðsögumenn sem Þetta helst hefur rætt við segja að ekki sé ráðlegt að lofa ferðum í íshella, nema mögulega á tímabilinu frá desember og fram í mars. Nú er þó svo komið að sum fyrirtæki, einkum stærri fyrirtæki í þessum bransa, auglýsa og selja ferðir á Breiðamerkurjökli langt fram í tímann og teygja tímabilið yfir í að ná frá október og fram í júní. Séu náttúrulegir íshellar ekki klárir á þessum tíma þá sé farið í framkvæmdir til að stækka hellana, búa til aðgengi eða jafnvel búa til hella, en fyrir því eru engin leyfi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta vekur upp spurningar um hversu mikið inngrip er eðlilegt? Má bræða jökul og höggva í hann í nafni aðgengis og þess að lengja íshellatímabilið? Íris Ragnarsdóttir Pedersen er til viðtals í þættinum. Hún situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, Association of Icelandic Mountain Guides, skammstafað AIMG. Hún er sjálf menntuð í jöklaleiðsögn og býr á Svínafelli í Öræfum. Hún telur að of langt hafi verið gengið til að halda íshellunum opnum lengur og telur þjóðgarðinn verða að grípa inní. Segir hún að margir jöklaleiðsögumenn séu hugsi yfir þróuninni í íshellaferðum á Breiðamerkurjökli. Til þess að fá leyfi til að selja íshellaferðir eða jöklaferðir innan þjóðgarðsins þarf sérstakt leyfi. Fyrirtæki þurfa vera með ákveðnar tryggingar, njóta samþykkis Ferðamálastofu, hafa sett sér umhverfisstefnu og vera með öryggisáætlun. Alls eru 29 fyrirtæki með leyfi til að bjóða íshellaferðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs, þar af 25 sem eru virk. Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og rætt er við hana í þættinum. Á Breiðamerkursandi er atvinnutengd starfsemi umfangsmeiri en víðast hvar annars staðar innan þjóðgarðsins. Hún segist telja að íshellatímabilið á Breiðamerkurjökli sem nú er að klárast hafi gengið nokkuð vel. Hún segir að þjóðgarðurinn hafi fengið ábendingar um að skipuleggjendur ferða hafi gengið lengra en áður í framkvæmdum á jöklinum en engar umsóknir hafa fengið um leyfi til framkvæmda. Ólíkt virðist komið fyrir svæðum á austanverðum og vestanverðum Breiðamerkurjökli. Austan megin hefur að sögn ekki verið gengið meira á náttúruna en tíðkast hefur á fyrri árum, en það eru aðallega smærri fyrirtæki að störfum, mikið til rekin af heimamönnum. Stærstu fyrirtækin starfa vestan megin og þau eru með fjölmennari ferðir, sum fara með allt að 700 manns á dag í íshellaferð, og það er á því svæði sem jöklaleiðsögumenn telja að of langt hafi verið gengið. Umsjón með þættinum hefur Eyrún Magnúsdóttir
RÚV
Tal
RÚV
Þjóðmál
Sölvi Tryggvason
Hugi Halldórsson
Helgi Jean Claessen
RÚV
Unnur Borgþórsdóttir
Steve Dagskrá
Útvarp 101
mordskurinn
Þarf alltaf að vera grín?
Hjörvar Hafliðason
Pod Engine is not affiliated with, endorsed by, or officially connected with any of the podcasts displayed on this platform. We operate independently as a podcast discovery and analytics service.
All podcast artwork, thumbnails, and content displayed on this page are the property of their respective owners and are protected by applicable copyright laws. This includes, but is not limited to, podcast cover art, episode artwork, show descriptions, episode titles, transcripts, audio snippets, and any other content originating from the podcast creators or their licensors.
We display this content under fair use principles and/or implied license for the purpose of podcast discovery, information, and commentary. We make no claim of ownership over any podcast content, artwork, or related materials shown on this platform. All trademarks, service marks, and trade names are the property of their respective owners.
While we strive to ensure all content usage is properly authorized, if you are a rights holder and believe your content is being used inappropriately or without proper authorization, please contact us immediately at [email protected] for prompt review and appropriate action, which may include content removal or proper attribution.
By accessing and using this platform, you acknowledge and agree to respect all applicable copyright laws and intellectual property rights of content owners. Any unauthorized reproduction, distribution, or commercial use of the content displayed on this platform is strictly prohibited.