by RÚV
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Language
🇮🇸
Publishing Since
1/3/2023
Email Addresses
1 available
Phone Numbers
0 available
June 27, 2024
Í þætti dagsins ræðum við við Benedikt Kristjánsson tenorsöngvara og listrænan stjórnanda Sumartónleikar í Skálholti; tónleikaraðar sem hefur verið starfandi frá árinu 1975. Freyja Þórsdóttir flytur pistil þar sem hún veltir fyrir sér þroska og einlægri nánd með hjálp grísku goðsagnarinnar um Pygmalion. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, tekur saman fjögurra pistla seriu sem hún hefur flutt undanfarnar vikur um félagslegt húsnæði og uppbyggingu þess og lýkur hugleiðingum sínum á því að ræða um Híbýlaauð, hóp sérfræðinga sem að eigin frumkvæði hefur tekið sig saman til að bæta og styrkja umræðu og gæði húsnæðisuppbyggingar á Íslandi. Einnig heyrum við af tveimur nýjum bókum, Hrein eftir Aliu Trabacco Zerán og Drottningarnar í garðinum eftir Caliu Sosa Villada.
June 26, 2024
Guðjón Steinn Skúlason, saxófónleikari og tónsmiður, er fæddur árið 2004. Hann ólst upp í Reykjanesbæ og var snemma farinn að skapa. Þegar hann var síðar kominn í einkatíma í saxófónleik fékk hann einfalda spurningu: hvort hann ætlaði að sinna djasstónlistinni af alvöru. Svarið var nokkuð klárt og nú stundar Guðjón Steinn nám í saxófónleik við Manhattan School of Music í New York, einn fjórtán saxófónleikara sem þar hófu nám við skólan á fyrsta ári bakkalársnáms. Guðjón fékk sér kryddbrauð og kaffi í morgunmat áður en hann kom í þáttinn. Hann nýtur þess að vera heima í sumarfríi í foreldrahúsum, en í kvöld fer hann fyrir kvartetti sínum á tónleikum í djassklúbbnum Múlanum í Hörpu. Með honum leika þar Hilmar Jensson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Matthías MD Hemstock á trommur. Á tónleikunum mun þeir leika nýlegar frumsamdar tónsmíðar Guðjóns Steins sem margar hverjar eru innblásnar af dvöl hans í New York borg í bland við íslenskar rætur hans.
June 25, 2024
Við lítum inn í sýningarrýmið Á milli, við ingólfsstræti, en þar hanga upp olíumálverk eftir Sturlu Sigurðarson. Sýningin nefnist Skref fyrir skref og samanstendur af 6 málverkum í abstrakt expressjónískum stíl sem hverfast öll minningar sem eru duldar í líkamanum. Við ræðum við Sturlu í þætti dagsins. Við rifjum upp tónlistarpistil Jelenu Ciric frá því í fyrra um tónlistarmenn af frumbyggjaættum sem starfa í Kanada. Tónlistarmenn sem verða fyrir áhrifum frá ólíkum tónlistarstefnum, allt frá kántrý til Dubstep sem þeir blanda svo við hljóðheim og málefni frumbyggjaþjóða til að skapa eitthvað alveg nýtt. Einnig heilsum við íslensku sumri með hjálp hljóðritasafns Ríkisútvarpsins. Við týnum við fram nokkur sumarbrot og setjum saman að hætti hússins, þetta eru væntingar og stemningar, hugarleikfimi fyrri tíma um þann dásemdartíma sem sumarið er og á að vera og þær vonir sem ferðalög innibera.
Pod Engine is not affiliated with, endorsed by, or officially connected with any of the podcasts displayed on this platform. We operate independently as a podcast discovery and analytics service.
All podcast artwork, thumbnails, and content displayed on this page are the property of their respective owners and are protected by applicable copyright laws. This includes, but is not limited to, podcast cover art, episode artwork, show descriptions, episode titles, transcripts, audio snippets, and any other content originating from the podcast creators or their licensors.
We display this content under fair use principles and/or implied license for the purpose of podcast discovery, information, and commentary. We make no claim of ownership over any podcast content, artwork, or related materials shown on this platform. All trademarks, service marks, and trade names are the property of their respective owners.
While we strive to ensure all content usage is properly authorized, if you are a rights holder and believe your content is being used inappropriately or without proper authorization, please contact us immediately at [email protected] for prompt review and appropriate action, which may include content removal or proper attribution.
By accessing and using this platform, you acknowledge and agree to respect all applicable copyright laws and intellectual property rights of content owners. Any unauthorized reproduction, distribution, or commercial use of the content displayed on this platform is strictly prohibited.