by RÚV
Popp og pólitík Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Language
🇮🇸
Publishing Since
4/3/2023
Email Addresses
1 available
Phone Numbers
0 available
June 27, 2024
Þátturinn í dag er í höndum meðlima í stjórn Átaks, sem er félag fólks með þroskahömlun. Við skyggnumst inn í störf töframannsins, ræðum leiklist og tækifæri við Fúsa úr samnefndri leiksýningu, veltum fyrir okkur foreldramissi og pælum svo í EM í fótbolta. Viðmælendur: Lárus Blöndal Guðjónsson Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson Jóhann Páll Ástvaldsson Umsjónarmenn og ritstjórn: Atli Már Haraldsson Helga Pálína Sigurðardóttir Inga Hanna Jóhannesdóttir Sveinbjörn Benedikt Eggertsson Haukur Guðmundsson
June 26, 2024
Á morgun verður síðasti þáttur Lestarinnar fyrir sumarfrí. Til að loka önninni fengum við dagskrárgerðarfólk með okkur í lið sem eru stjórnarmeðlimir í Átaki, félags fólks með þroskahömlun. Dagskrá Lestarinnar á morgun verður því fjölbreytt, Atli Már Haraldsson segir okkur frá því. Við ætlum að rifja upp atburði á Ísafirði frá því síðasta sumar. Þá deildu ættingjar á Ísafirði um það hvort það væri komið lúsmý vestur. Við heyrum innslag frá síðasta sumri. Við spilum svo seinni hlutann af samtali Þórðar Inga Jónssonar við bandaríska tónlistarfólkið C_Robo og DJ_Dave sem komu hingað til Reykjavíkur fyrr í mánuðinum á vegum Intelligent Instruments rannsóknarstofunnar til að koma fram á tónleikum og halda námskeið. Þau stunda það sem kallast lifandi kóðun eða framritun, búa til raftónlist með tölvukóða og spila hana af fingrum fram fyrir áheyrendur í rauntíma.
June 25, 2024
Fyrr í júní hóf göngu sína í danska ríkissjónvarpinu, DR, heimildaþáttaröð sem nefnist Sexisme i musikbranchen, sexismi í tónlistarbransanum. Þættirnir gera grein fyrir þeim mikla kynjahalla sem ríkt hefur í dönsku tónlistarlífi um árabil, með vísan til rannsóknar á stöðu kvenna í geiranum sem birt var 2022. En auk þess að greina frá sláandi tölfræði, er í þáttunum rætt við ýmsa sérfræðinga og fjöldan allan af dönskum tónlistarkonum sem segja frá reynslu sinni úr bransanum. Við hringjum til Kaupmannahafnar til að reyna að átta okkur betur á umtalinu sem þættirnir hafa vakið upp á síðkastið. Sævar Andri Sigurðarson, tónlistarmaður og pistlahöfundur Lestarinnar, veltir fyrir sér yfirstandandi kántrí-tískubylgju. Jonathan Zenti er ítalskur og starfar við hlaðvarpsþáttagerð. Lóa hitti hann á Audio Storytelling Festival í Róm í vor og ræddi við hann um þættina Meat, frá árinu 2018. Þættirnir fjalla um líkama, hver á þá, sambönd okkar við okkar eigin líkama og líkama annarra. Lagalisti: Astrid Sonne - Do you wanna Mija Milovic - CPH ML Buch - Teen (af Fleshy EP 2017) Post Malone, Blake Shelton - Pour Me A Drink Shaboozey – A Bar Song Eagles – Take It Easy Bob Dylan, Johnny Cash – Girl from the North Country Lil Nas X – Old Town Road Beyoncé - Texas Hold’em
RÚV
Tal
Þjóðmál
RÚV
RÚV
RÚV
Þarf alltaf að vera grín?
Steve Dagskrá
Helgi Jean Claessen
Hjörvar Hafliðason
Spjallið Podcast
RÚV
Hugi Halldórsson
Unnur Borgþórsdóttir
RÚV
Pod Engine is not affiliated with, endorsed by, or officially connected with any of the podcasts displayed on this platform. We operate independently as a podcast discovery and analytics service.
All podcast artwork, thumbnails, and content displayed on this page are the property of their respective owners and are protected by applicable copyright laws. This includes, but is not limited to, podcast cover art, episode artwork, show descriptions, episode titles, transcripts, audio snippets, and any other content originating from the podcast creators or their licensors.
We display this content under fair use principles and/or implied license for the purpose of podcast discovery, information, and commentary. We make no claim of ownership over any podcast content, artwork, or related materials shown on this platform. All trademarks, service marks, and trade names are the property of their respective owners.
While we strive to ensure all content usage is properly authorized, if you are a rights holder and believe your content is being used inappropriately or without proper authorization, please contact us immediately at [email protected] for prompt review and appropriate action, which may include content removal or proper attribution.
By accessing and using this platform, you acknowledge and agree to respect all applicable copyright laws and intellectual property rights of content owners. Any unauthorized reproduction, distribution, or commercial use of the content displayed on this platform is strictly prohibited.