by RÚV
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Language
🇮🇸
Publishing Since
1/12/2023
Email Addresses
1 available
Phone Numbers
0 available
August 9, 2024
Kuldapollur, eða blár blettur, sem myndast hefur í hafinu suður af landinu er ein helsta ástæða þess að þau methlýindi sem geisað hafa á Jörðinni að undanförnu hafa að mestu sneitt hjá Íslandi í sumar. Kuldapollurinn er afleiðing óstöðugleika í svokallaðri veltihringrás hafstrauma, eða AMOC, einskonar blöndunartækjum hafsins sem blanda heitum yfirborðssjó við kaldandjúpsjó. Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofunni, segir afar ólíklegt að téður kuldapollur verði varanlegur. Það gerist aðeins ef loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á veltihringrásina fara yfir ákveðinn vendipunkt og breytingarnar verði óafturkræfar. Enn séu engin merki um að komið sé að slíkum vendipunkti og því mun líklegra breytingarnar gangi til baka, segir Halldór. Það breytir því ekki, að jafnvel í vísindatímaritum hafa birst stríðsfyrirsagnir á þá leið, að veltihringrásin geti hrunið fljótlega og það á örfáum árum. Linda Blöndal ræðir við Halldór. Bandarískur alríkisdómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að tæknirisinn Google hafi náð eða í það minnsta viðhaldið yfirburðastöðu leitarvélar sinnar á markaði með ólögmætum hætti - misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Dómurinn féll eftir fjögurra ára málaferli. Þau snerust um að Google hefði greitt stórum tæknifyrirtækjum á borð við Apple og Samsung milljarða dollara fyrir að beina netleit í tölvum og snjallsímum sjálfkrafa að leitarvél Google. Þetta hafi fyrirtækið svo nýtt sér til að afla meiri auglýsingatekna, ekki bara með því að fjölga auglýsingum heldur líka hækka verðið á þeim umfram það sem eðlilegt gæti talist á frjálsum markaði. Hallgrímur Indriðason segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
August 8, 2024
Samkvæmt evrópsku loftslagsþjónustunni Kópernikus var 22. júlí síðastliðinn heitasti dagur á Jörðinni frá upphafi mælinga, og sló þar með fyrra hitamet - sem var frá deginum áður. Hlýnun Jarðar er staðreynd, og það á jafnt við um andrúmsloftið sem hafið - nema á stöku stað. Einn þessara stöku staða er heljarinnar kuldapollur eða blár blettur í hafinu suðvestur af Íslandi, sem hefur mikil áhrif á veðurfar hér, enda voru engin hitamet slegin hér á þessum heitasta degi Jarðar, eins og segir á vef Veðurstofunnar. Til að hér sé þægilega hlýtt þarf varmaflutning til landsins, segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftslags á veðurstofunni, og þessi varmaflutningur fer annars vegar um loftið og hins vegar um hafið, sem loftið ber svo áfram. Linda Blöndal ræðir við Halldór. Lengi lifi frjáls Katalónía, sagði Carles Puigdemont, fyrrverandi leiðtogi héraðsins - á katalónsku að sjálfsögðu - þegar hann ávarpaði um 3.500 stuðningsmenn í Barcelona í morgun. Puigdemont var á Spáni í fyrsta sinn frá því hann flýði handtökuskipan spænskra stjórnvalda fyrir sjö árum. Hann hraðaði sér svo af sviðinu í fylgd félaga sinna og hugðist mæta á héraðsþingið. Það fór ekki alveg þannig. Ástæða handtökuskipunarinnar er að Puigdemont boðaði sem leiðtogi Katalóníu til atkvæðagreiðslu árið 2017 um sjálfstæði þrátt fyrir að spænskur dómstóll hefði bannað það. Að kosningu lokinni lýsti Puigdemont yfir sjálfstæði en dró það til baka í sömu ræðu. Hallgrímur Indriðason segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
August 7, 2024
Á fimmta hundrað manns hafa verið handtekin og yfir eitt hundrað ákærð í tengslum við óeirðir sem brotist hafa út í Bretlandi í kjölfar morðs á þremur telpum í borginni Southport í fyrri viku. Óeirðaseggirnir beina reiði sinni einkum að innflytjendum, löglegum jafnt sem ólöglegum, þrátt fyrir að fyrir liggi að ódæðismaðurinn sé fæddur í Bretlandi. Hallgrímur Indriðason ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur í Bretlandi. Norðmenn fagna góðu ferðasumri því ferðamenn í leit að kulda og hrolli sækja þangað sem aldrei fyrr og gengi norsku krónunnar er óvenju hagstætt. Fjöldi erlendra ferðamanna í Noregi hefur tvöfaldast frá því að Covid-faraldurinn gekk niður 2021, og allt stefnir í að þeim fjölgi enn meira í ár, öfugt við það sem gerst hefur á Íslandi. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred.
RÚV
Þjóðmál
RÚV
RÚV
RÚV
RÚV
Tal
Sölvi Tryggvason
Hugi Halldórsson
Hjörvar Hafliðason
Bylgjan
Helgi Jean Claessen
Útvarp 101
RÚV
Pod Engine is not affiliated with, endorsed by, or officially connected with any of the podcasts displayed on this platform. We operate independently as a podcast discovery and analytics service.
All podcast artwork, thumbnails, and content displayed on this page are the property of their respective owners and are protected by applicable copyright laws. This includes, but is not limited to, podcast cover art, episode artwork, show descriptions, episode titles, transcripts, audio snippets, and any other content originating from the podcast creators or their licensors.
We display this content under fair use principles and/or implied license for the purpose of podcast discovery, information, and commentary. We make no claim of ownership over any podcast content, artwork, or related materials shown on this platform. All trademarks, service marks, and trade names are the property of their respective owners.
While we strive to ensure all content usage is properly authorized, if you are a rights holder and believe your content is being used inappropriately or without proper authorization, please contact us immediately at [email protected] for prompt review and appropriate action, which may include content removal or proper attribution.
By accessing and using this platform, you acknowledge and agree to respect all applicable copyright laws and intellectual property rights of content owners. Any unauthorized reproduction, distribution, or commercial use of the content displayed on this platform is strictly prohibited.